41
1-2  Guð blessar þann sem hjálpar bágstöddum. Á mæðudeginum bjargar Drottinn honum. Drottinn verndar hann og heldur í honum lífinu. Hann lætur hann njóta sæmdar og frelsar hann frá óvinum hans. Drottinn annast hann á sóttarsæng, veitir honum hvíld og hressing.
Ég bað: „Drottinn, miskunnaðu mér. Læknaðu sál mína því að ég hef syndgað gegn þér.“
Óvinir mínir biðja mér bölbæna og segja: „Bara að hann deyi sem fyrst svo að allir gleymi honum!“ Sumir sem heimsækja mig í veikindunum eru að þykjast. Innst inni hata þeir mig og líkar vel að ég er sjúkur. Þegar út er komið baktala þeir mig. Hatursmenn mínir hæða mig og spotta. Þeir skrafa og pískra hvað gera skuli þegar ég er allur „Þetta er banvænt, hvað sem það er,“ segja þeir, „honum mun aldrei batna.“
10 Og besti vinur minn, hann snerist líka gegn mér, maðurinn sem ég treysti svo vel, hann sem át við borð mitt. 11 En, Drottinn, yfirgef mig ekki! Miskunnaðu mér og læknaðu mig svo að ég geti endurgoldið þeim! 12 Ég veit að þú elskar mig og að þú munt ekki láta óvini mína hlakka yfir mér. 13 Vegna sakleysis míns hefur þú varðveitt mig og lætur mig lifa með þér að eilífu.
14 Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, frá eilífð til eilífðar. Amen. Amen.