52
Þennan sálm orti Davíð til að andmæla óvini sínum Dóeg sem síðar tók af lífi áttatíu og fimm presta og fjölskyldur þeirra (sjá: 1. Sam. 22.).
Kallar þú þig hetju?! Þú sem hreykir þér af ódæði gegn þjóð Guðs og herðir þig gegn miskunn hans. Þú ert eins og skeinuhættur hnífur, þú svikahrappur! Þú elskar illt meir en gott, lygi umfram sannleika. Rógburð elskar þú og annað skaðræðistal!
En Guð mun koma þér á kné, draga þig út úr húsi þínu og uppræta af landi lifenda. Hinir réttlátu munu sjá það og óttast Guð, síðan hlægja og segja: „Svo fer fyrir þeim sem fyrirlíta Guð og treysta á mátt sinn og megin, þeim sem þrjóskast í illsku sinni.“
10 Ég er sem grænt olífutré í garði Guðs. Ég treysti á miskunn hans meðan ég lifi. 11 Drottinn, ég vil vegsama þig að eilífu og þakka það sem þú hefur gert. Ég segi hinum trúuðu: Góður er Guð!